Morata á förum frá Chelsea?

Álvaro Morata gæti yfirgefið Chelsea í janúarglugganum.
Álvaro Morata gæti yfirgefið Chelsea í janúarglugganum. AFP

Álvaro Morata, framherji enska knattspyrnufélagsins Chelsea, gæti verið á förum frá félaginu í janúar en það eru ensku götublöðin sem greina frá þessu í dag. Morata kom til Chelsea frá Real Madrid sumarið 2017, en hann hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit á Stamford Bridge.

Chelsea borgaði Real Madrid í kringum 60 milljónir punda fyrir framherjann en hann hefur skorað tvö mörk í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni en margir stuðningsmenn liðsins eru ekki hrifnir af framherjanum.

Ensku götublöðin greina frá því að Maurizio Sarri, þjálfari Chelsea, muni fá leyfi til þess að kaupa nýjan framherja til félagsins í janúar en Olivier Giroud er einnig samningsbundinn Chelsea. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert