Sagði honum að gleyma þessu

Jose Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Jose Mourinho á hliðarlínunni í dag. AFP

„Þetta var góður leikur í 97 mínútur og við ættum að einbeita okkur að því. Ég fékk ekki virðingu frá stuðningsmönnum Chelsea, en það er ekki á minni ábyrgð," sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 2:2-jafntefli lærisveina sinna gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Ross Barkley jafnaði leikinn í uppbótartíma og í kjölfarið fagnaði aðstoðarmaður Maurizio Sarri, knattspyrnustjóra Chelsea, fyrir framan Mourinho. Portúgalinn brást illur við. 

„Ég er ekki pirraður út það sem gerðist. Sarri sagðist ætla að greiða úr þessu og aðstoðarmaðurinn er búinn að biðjast afsökunar. Ég sagði honum að gleyma því, þar sem ég hef gert mikið af mistökum á ferlinum."

Hann segir sitt lið hafa verið betri aðilinn á vellinum. 

„Við vorum betra liðið á vellinum. Fyrirfram er eitt stig gott á Stamford Bridge því það er mjög erfitt að vinna á þessum velli, þetta eru hins vegar ömurleg úrslit fyrir okkur og glæsileg úrslit fyrir þá. Við stjórnuðum leiknum."

Mourinho var ekki sáttur við sex mínútur í uppbótartíma. 

„Vonandi gera allir dómarar það sama og Mike Dean og gefa sex mínútur í uppbótartíma. Ég veit ekki hvaðan þær komu því við reyndum að spila og vorum ekkert að tefja," sagði Mourinho. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert