Þetta var víti og rautt spjald

Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester.
Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester. AFP

Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester, var ósáttur við að lið hans hafi ekki fengið dæmda vítaspyrnu snemma í fyrri hálfleik í leiknum gegn Arsenal á Emirates Stadium í kvöld.

Rob Holding, miðvörður Arsenal, sló boltann greinilega með hendinni í vítateignum en Chris Kavanagh dómari leiksins dæmdi ekkert, en Holding hafði skömmu áður fengið gult spjald og hefði líklega átt að fjúka út af ef vítaspyrna hefði verið dæmd.

„Ég er reiður vegna þessarar ákvörðunar dómarans. Ég tel að þetta hafi verið vítaspyrna. Við sáum það frá bekknum, allt fólkið á vellinum sá að þetta var hönd og vítaspyrna. Það var ekki hægt að taka neina aðra ákvörðun en að dæma víti og reka manninn af velli.

Ég ræddi ekki við dómarann eftir leikinn því þetta er búið og gert og við getum ekki fengið aðra ákvörðun,“ sagði Puel eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert