Ronaldo fagnaði sigri á Old Trafford

Cristino Ronaldo og Chris Smalling í baráttunni á Old Trafford …
Cristino Ronaldo og Chris Smalling í baráttunni á Old Trafford í kvöld. AFP

Cristiano Ronaldo hrósaði sigri á Old Trafford í kvöld þegar Ítalíumeistarar Juventus unnu 1:0 sigur gegn Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Argentínumaðurinn Paulo Dybala skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu eftir undirbúning frá Cristiano Ronaldo. Juventus var sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. United-menn voru bitlausir en leikur þeirra batnaði í seinni hálfleik en sóknarleikurinn var slakur. Paul Pogba var nálægt því að jafna metin stundarfjórðungi fyrir leikslok en hann átti þá skot í stöngina.

Juventus stendur vel að vígi eftir þrjár umferðir. Liðið er með 9 stig, United 4, Valencia 2 og Young Boys 1.

Manchester City gerði góða ferð til Úkraínu en City hrósaði 3:0 sigri gegn Shakhtar Donetsk . David Silva, Aymeric Laporte og Bernardo Silva skoruðu mörk Manchester-liðsins. Í sama riðli skildu Hoffenheim og Lyon jöfn 3:3. City er komið á toppinn með 6 stig, Lyon 5, Hoffenheim 2 og Shakhtar Donetsk 2.

Eftir fimm leiki án sigurs í öllum keppnum tókst Real Madrid að leggja Viktoria Plzen að velli 2:1. Karim Benzema og Marcelo skoruðu mörk Evrópumeistaranna. Roma, sem vann CSKA Moskva 3:0, og Real Madrid hafa 6 stig, CSKA Moskva 4 og Viktoria Plzen.

Úrslitin í kvöld:

E-riðill:

Ajax - Benfica 1:0
Noussair Mazraoui 90.

F-riðill:

Hoffenheim - Lyon 3:3
Andrej Kramaric 33., 47. Joelinton 90. - Bertrand Traore 27., Tanguy Ndombele Alvaro 59., Memphis Depay 67.

Shakhtar Donetsk - Manchester City 0:3
David Silva 30., Aymeric Laporte 35., Bernardo Silva 71.

G-riðill:
Real Madrid - Viktoria Plzen 2:1
Karim Benzema 11., Marcelo 56. - Patrik Hrosovsky 79.

Roma - CSKA Moskva 3:0
Edin Dzeko 30., 43., Cengiz Under 51.



Man. Utd 0:1 Juventus opna loka
90. mín. Leik lokið +3 Juventus landar þremur stigum á Old Trafford.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert