Rooney kveður með fyrirliðabandið

Wayne Rooney á landsliðsæfingu.
Wayne Rooney á landsliðsæfingu. AFP

Wayne Rooney, markahæsti leikmaður enska landsliðsins í fótbolta frá upphafi, leikur sinn síðasta landsleik er enska liðið mætir því bandaríska í vináttuleik á Wembley á morgun, fimmtudag. 

Rooney byrjar á bekknum í leiknum, en hann mun koma inn á sem varamaður og fá fyrirliðabandið. Hann fær einnig að leika í treyju númer 10, eins og hann gerði stærstan hluta landsliðsferilsins

Sóknarmaðurinn hætti með landsliðinu á síðasta ári, en fær kveðjuleik sér til heiðurs á morgun. Hann á að baki 119 landsleiki og í þeim skoraði hann 53 mörk. Enska liðið mætir Króatíu í Þjóðadeildinni á sunnudaginn, en Rooney verður ekki í hópnum í þeim leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert