Segir Mourinho betri stjóra en Guardiola

Maradona er hrifnari af Mourinho en Guardiola.
Maradona er hrifnari af Mourinho en Guardiola. AFP

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona er hrifnari af José Mourinho en Pep Guardiola, þrátt fyrir að Guardiola hafi náð betri árangri með Manchester City en Mourinho hefur gert með Manchester United á undanförnum árum. 

Mourinho og Guardiola eru búnir að vinna 20 stóra titla hvor, en Manchester City er með tólf stiga forskot á nágranna sína í United í ensku úrvalsdeildinni eftir 3:1-sigur í grannaslagnum á sunnudaginn var. 

City vann svo enska meistaratitilinn með afar sannfærandi hætti á síðustu leiktíð, en þrátt fyrir það segir Argentínumaðurinn Mourinho vera betri stjóra. 

„Það er ekki spurning að Mourinho er betri stjóri. Guardiola fær að eyða eins og hann vill í leikmenn. Hann getur valið hvaða leikmann sem er og félagið kaupir hann,“ sagði Maradona í samtali við spænska miðilinn Marca. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert