Úr sjónvarpinu yfir í úrvalsdeildina

Susanna Dinnage.
Susanna Dinnage. AFP

Susanna Dinnage verður næsti framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eða Premier League eins og hún er kölluð. Nýi framkvæmdastjórinn kemur úr sjónvarpsiðnaðinum. 

Dinnage tekur við af Richard Scudamore sem verið hefur við stjórnvölinn í nítján ár. Hann ákvað sjálfur að láta af störfum og hleypa öðrum að. 

Dinnage starfaði síðast hjá fjölmiðlafyrirtækinu Discovery og var forstjóri Animal Planet-stöðvarinnar. Áður starfaði hún fyrir Channel Five og MTV. Dinnage er einungis þriðji framkvæmdastjórinn hjá ensku úrvalsdeildinni frá því henni var komið á koppinn árið 1992. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert