Wenger sagði nei við Fulham

Arséne Wenger er enn án starfs.
Arséne Wenger er enn án starfs. AFP

Franski knattspyrnustjórinn Arséne Wenger, hafnaði tilboði enska úrvalsdeildarfélagsins Fulham um að taka við stjórn liðsins. Félagið rak í dag Slavisa Jokanovic og réði Claudio Ranieri í hans stað. 

Fulham sendi frá sér tilkynningu í dag og í henni kom fram að forráðamenn félagsins hafi rætt við fleiri en Ranieri og samkvæmt enska miðlinum Telegraph var Wenger einn þeirra. 

Wenger viðurkenndi að hann ætti erfitt með að stýra öðru liði á Englandi, eftir að hann yfirgaf herbúðir Arsenal eftir síðustu leiktíð, þar sem hann var stjóri í 22 ár. Hann sagðist á dögunum ætla að finna sér nýtt starf snemma á næsta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert