Ættingi veðjaði á Sturridge

Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge. AFP

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, hefur frest þar til síðdegis á morgun til þess að svara kæru enska knattspyrnusambandsins fyrir meint brot á reglum þess hvað veðmál varðar.

At­vinnu­mönn­um er með öllu óheim­ilt að taka þátt í veðmálum meðan á ferl­in­um stend­ur. Skipt­ir þá engu hvar eða í hvaða deild er veðjað. Einnig mega þeir ekki gefa upplýsingar sem aðrir gætu hagnast af að veðja á, en það er einn af þeim þáttum sem Sturridge er sakaður um.

Í frétt Sky segir að ættingi Sturridge hafi veðjað 10 þúsund pundum á það að hann myndi ganga í raðir Inter frá Liverpool í janúar síðastliðinn, en meint brot Sturridge eru talin hafa farið fram þá. Sturridge var á þeim tíma úti í kuldanum á Anfield en fór að lokum á láni til West Brom, en ekki Inter.

Sjálfur hefur hann neitað allri sök, en forráðamenn Liverpool hafa ekki viljað tjáð sig um málið þar sem rannsókn er í gangi. Ljóst er að hann gæti verið í mjög slæm­um mál­um ef hann verður fund­inn sek­ur, en skemmst er að minn­ast þess að Joey Bart­on fékk fyr­ir nokkr­um miss­er­um langt bann frá keppni vegna veðmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert