Gylfi með Pogba í óeftirsóttum félagsskap

Paul Pogba og Gylfi Þór Sigurðsson á EM í Frakklandi. …
Paul Pogba og Gylfi Þór Sigurðsson á EM í Frakklandi. Þeir eru einu leikmennirnir sem hafa klúðrað fleiri en einni vítaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gylfi Þór Sigurðsson brenndi af vítaspyrnu þegar Everton gerði 2:2 jafntefli við Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem Gylfa bregst bogalistin á vítapunktinum.

Í fyrra skiptið kom það þó ekki að sök, því hann skoraði tvívegis í 3:0 sigri á Fulham þrátt fyrir að hafa klúðrað víti. Í kvöld brenndi hann af í stöðunni 2:1 fyrir Watford, en Everton slapp svo með skrekkinn eftir jöfnunarmark í uppbótartíma.

Eftir að hafa klúðrað vítaspyrnunni í kvöld er Gylfi aðeins einn af tveimur leikmönnum í deildinni sem hefur klúðrað fleiri en einni vítaspyrnu á tímabilinu. Hinn er Paul Pogba, leikmaður Manchester United, sem einnig hefur klúðrað tveimur, og deila þeir því þessari óeftirsóttu tölfræði.

Marcos Silva, knattspyrnustjóri Everton, var spurður að því í leikslok hvort Gylfi myndi halda áfram að taka vítaspyrnur fyrir liðið.

„Við sjáum til hvernig við munum greina leikinn. Gylfi hefur skorað mörg mikilvæg mörk fyrir okkur og hefur allan okkar stuðning,“ sagði Silva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert