Með nýjan sex ára samning við Liverpool

Joe Gomez í baráttu við Neymar.
Joe Gomez í baráttu við Neymar. AFP

Varnarmaðurinn Joe Gomez hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska knattspyrnufélagið Liverpool og er nú samningsbundinn á Anfield til ársins 2024.

Gomez er 21 árs gamall og kom frá Charlton árið 2015, þar sem hann var samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Hann hefur brotið sér leið inn í lið Liverpool á tímabilinu og komið við sögu í 18 leikjum í öllum keppnum, en Liverpool er sem kunnugt er ósigrað í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég elska þetta félag, elska að spila hér og ég er spenntur að halda áfram að læra hér. Þetta er mitt fjórða tímabil núna og gengið hefur verið upp og niður, en það er allt hluti af minni vegferð,“ sagði Gomez, sem meiddist á dögunum og verður að öllum líkindum frá í um það bil sex vikur.

Gomez á sex landsleiki að baki fyrir England, en komst þó ekki í lokahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi síðastliðið sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert