City kaupir markvörð

Zack Steffen handsalar samninginn við Manchester City.
Zack Steffen handsalar samninginn við Manchester City. Ljósmynd/Manchester City

Englandsmeistarar Manchester City hafa gengið frá kaupum á bandaríska markverðinum Zack Steffen frá liði Columbus Crew.

Zack, sem er 23 ára gamall, mun ganga í raðir Manchester City í júlí á næsta ári og verður samningur hans til fjögurra ára en hann mun spila með Columbus Crew fyrri hlutann í MLS-deildinni sem hefst í mars.

Talið er að City greiði 7 milljónir punda fyrir Zack sem hefur spilað sex leiki með bandaríska landsliðinu. Hann var valinn markvörður ársins í MLS-deildinni árið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert