Vilja ekki mæta Liverpool

Jürgen Klopp fagnar sigri sinna manna gegn Napoli í gærkvöld.
Jürgen Klopp fagnar sigri sinna manna gegn Napoli í gærkvöld. AFP

Þýska liðið Borussia Dortmund vonast til að sleppa við að mæta Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið verður til þeirra á mánudaginn.

Dortmund vann sinn riðil og verður í efri styrkleikaflokki í drættinum en Liverpool verður í öðrum styrkleikaflokki eftir að hafa endað í öðru í sínum riðli.

„Ég vil ekki fara til Liverpool í 16-liða úrslitunum,“ sagði Hans-Joachim Watzke hæstráðandi hjá Dortmund í viðtali við fréttamenn í dag.

„Liverpool? Það erfitt en hver sem mótherjinn verður þá það erfitt,“ sagði Mario Götze leikmaður Dortmund.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, þjálfaði liði Dortmund á árunum 2008-15 og varð liðið þýskur meistari tvö ár í röð undir hans stjórn og vann bikarmeistaratitilinn einu sinni.

Klopp hefur áður mætt Dortmund sem stjóri Liverpool en liðin áttust við í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar tímabilið 2015-16. Liðin skildu jöfn 1:1 á Signal Iduna Park í Þýskalandi í fyrri leiknum en Liverpool hafði betur á Anfield 3:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert