Eriksen með sigurmark í blálokin

Christian Eriksen (t.h.) fagnar markinu með Harry Kane á Wembley …
Christian Eriksen (t.h.) fagnar markinu með Harry Kane á Wembley í dag. AFP

Christian Eriksen kom Tottenham til bjargar er hann skoraði sigurmark liðsins í uppbótartíma gegn Burnley á Wembley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson er lítillega meiddur og var því ekki með Burnley í bragðdaufum og rólegum leik. Heimamenn í Tottenham voru sterkari aðilinn en urðu þó að bíða þangað til í blálokin þegar Eriksen, sem kom inn af varamannabekknum í síðari hálfleik, skoraði með þrumuskoti upp í nærhornið eftir undirbúning frá Harry Kane. Tottenham er því áfram fimm stigum fyrir aftan topplið Manchester City.

Þá var Aron Einar Gunnarsson í byrjunarliði Cardiff sem tapaði 3:2 í heimsókn sinni til Watford. Heimamenn gerðu fyrstu þrjú mörkin á rúmum klukkutíma en þeir Gerard Deulofeu, José Holebas og Domingos Quina skoruðu þau. Aron fór af velli á 78. mínútu og inn á kom Bobby Reid og minnkaði hann muninn tveimur mínútum síðar. Reid var svo aftur á ferðinn tveimur mínútum eftir það en nær komust gestirnir ekki.

Úrslit dagsins
Crystal Palace - Leicester 1:0
Huddersfield - Newcastle 0:1
Tottenham - Burnley 1:0
Watford - Cardiff 3:2
Wolves - Bournemouth 2:0

Lucas Moura og Phil Bardsley í einvígi um boltann á …
Lucas Moura og Phil Bardsley í einvígi um boltann á Wembley í dag. AFP
Tottenham 1:0 Burnley opna loka
90. mín. Christian Eriksen (Tottenham) skorar 1:0 - Heimamenn hafa ekki gefist upp og þeir uppskera hér sigurmark í blálokin! Kane leggur fyrir Eriksen sem þrumar boltanum upp í nærhornið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert