Fordæmir óásættanlega hegðun

Frá leik Chelsea og Manchester City.
Frá leik Chelsea og Manchester City. AFP

Bruce Buck, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, er ekki sáttur við lítinn hóp stuðningsmanna Chelsea á síðustu leikjum liðsins. Lögreglan í London rannsakar nú rasisma þeirra í garð Raheem Sterling í leik Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þann 8. desember síðastliðinn. 

Evrópska knattspyrnusambandið rannsakar einnig mögulegan rasisma stuðningsmanna Chelsea í leiknum gegn Vidi í Ungverjalandi í síðustu viku. Buck birti opið bréf á heimasíðu Chelsea í dag þar sem hann fordæmir hegðun stuðningsmannanna. 

„Ég vil nýta þetta tækifæri til að fordæma hegðun nokkurra vitleysinga á undanförnum leikjum hjá okkur. Svona hegðun er óásættanleg hjá Chelsea og í fótboltanum sjálfum. Lítill en hávær hluti stuðningsmanna neitar að vera með okkur á 22. öldinni. Hann lætur stóran meirihluta sem haga sér vel líta illa út," skrifaði Buck. 

„Við erum þegar búnir að banna fjóra einstaklinga frá leikjum. Við verðum að vinna saman og koma þessari ljótu hegðun burt úr félaginu, bætti Buck við. 

Chelsea mætti Vidi í Evrópudeildinni.
Chelsea mætti Vidi í Evrópudeildinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert