United staðfesti óvart komu Solskjær

Solskjær verður næsti stjóri Manchester United.
Solskjær verður næsti stjóri Manchester United. AFP

Manchester United staðfesti í kvöld fyrir slysni að Ole Gunnar Solskjær taki við Jose Mourinho sem knattspyrnustjóri liðsins. Nokkrir miðlar voru búnir að segja að Solskjær myndi taka við, en félagið sjálft hefur ekki komið með neina yfirlýsingu þess efnis. 

Í kvöld var hins vegar nafn á myndbandi óvart lekið út á heimasíðu United sem gaf það til kynna að Solskjær yrði tilkynntur sem næsti stjóri liðsins. Myndbandið bar nafnið „frægasta augnablik ferilsins hjá Ole“.

Undir því stóð: Solskjær verður stjórinn okkar tímabundið, 20 tímabilum eftir að hann tryggði okkur þrennuna, með MARKINU á Camp Nou.

Solskjær tryggði Manchester United Evrópumeistaratitilinn árið 1999 með sigurmarki gegn Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var gott tilefni til að rifja það upp. United vann einnig ensku deildina og enska bikarinn sama tímabil og þar með þrennu af titlum. 

Solsjær var óvart staðfestur með þessum texta á heimasíðu Manchester …
Solsjær var óvart staðfestur með þessum texta á heimasíðu Manchester United í kvöld. Ljósmynd/Skjáskot af Manutd.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert