Vann 84 leiki af 142

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho stýrði liði Manchester United í 142 leikjum en eins og fram kom hér á mbl.is var hann rekinn úr starfi knattspyrnustjóra félagsins í morgun.

Í þessum 142 leikjum vann Manchester United 84 leiki, tapaði 26 og gerði 32 jafntefli. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem það mætir franska meistaraliðinu Paris SG.

Líklegt er að Michael Carrick muni stýra liði Manchester United til að byrja með en þessi fyrrverandi leikmaður félagsins hefur verið aðstoðarmaður Mourinho. Næsti leikur liðsins er á laugardaginn en þá sækir það Aron Einar Gunnarsson og félaga hans í Cardiff heim.

Mourinho er þriðji stjórinn sem Manchester United rekur á nokkrum árum. David Moyes var rekinn árið 2014 eftir 11 mánuði í starfi og Louis van Gaal var rekinn eftir leiktíðina 2016 eftir tveggja ára starf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert