Nadim yfirgefur Manchester City

Nadia Nadim er farin frá Manchester City.
Nadia Nadim er farin frá Manchester City. Ljósmynd/Mancity.com

Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim hefur fengið samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Manchester City rift, en hún kom til félagsins í byrjun árs. Hún spilaði 28 leiki fyrir liðið og skoraði í þeim átta mörk. 

Nadim flúði Afganistan, þar sem hún fæddist, þegar hún var aðeins 12 ára vegna stríðsástands í landinu. Hún hefur átt afar góðan knattspyrnuferil og spilaði m.a með Dagnýju Brynjarsdóttur hjá Portland Thorns í Bandaríkjunum. 

Framherjinn á að baki 85 landsleiki fyrir Danmörk þar sem hún hefur skorað 29 mörk. Hún getur samið við annað félag í byrjun næsta árs. Nadim bað um félagsskipti í sumar og tjáði félaginu að henni liði ekki vel á Englandi eða hjá félaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert