Newcastle áfram eftir framlengingu

Lewis Travis í liði Blackburn reynir að stöðva markaskorarann Callum …
Lewis Travis í liði Blackburn reynir að stöðva markaskorarann Callum Roberts gegn Newcastle í kvöld. AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir sigur í seinni viðureign sinni gegn B-deildarliði Blackburn. Eftir jafntefli að loknum venjulegum leiktíma skoraði Newcastle tvö mörk í framlengingu og vann leikinn 4:2.

Liðin þurftu að mætast aftur eftir að hafa gert 1:1 jafntefli þegar þau mættust fyrst. Newcastle var komið í 2:0 eftir rúmar tuttugu mínútur í leiknum í kvöld með mörkum frá ungum uppöldum leikmönnum, þeim Sean Longstaff og Callum Roberts. Blackburn jafnaði hins vegar fyrir hlé og þar var að verkum Adam Armstrong, sem uppalinn er í Newcastle, og Darragh Lenihan. Ekkert var skoðað í síðari hálfleik, staðan 2:2 eftir venjulegan leiktíma.

Þeir Joselu og Ayozé Pérez skoruðu hins vegar fyrir Newcastle í framlengingunni og lokatölur 4:2. Newcastle mætir Watford í úrvalsdeildarslag í fjórðu umferðinni.

B-deildarlið Stoke féll úr leik eftir 3:2 tap fyrir C-deildarliði Shrewsbury. Stoke komst í 2:0 með mörkum Tyrese Campbell í fyrri hálfleik en Shrewsbury skoraði þrjú mörk á tíu mínútum þegar skammt var eftir af leiknum og vann 3:2. Shrewsbury mætir Wolves í næstu umferð.

Þá er Sheffield Wednesday einnig komið áfram eftir 1:0-sigur á Luton og mætir Chelsea í næstu umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert