Var Mourinho meira að hrósa sjálfum sér?

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn José Mourinho hefur tjáð sig um þær fréttir að tékkneski markvörðurinn Petr Cech ætli að leggja skó og hanska á hilluna eftir yfirstandandi tímabil.

Cech hef­ur leikið með Arsenal og Chel­sea síðustu 15 árin og nán­ast unnið allt sem hægt er að vinna með fé­lagsliði. Cech kom til Chel­sea frá Renn­es í Frakklandi árið 2004 og spilaði 333 deild­ar­leiki fyr­ir liðið, en Mourinho tók við sem stjóri Chelsea þegar Cech kom til félagsins.

„Ég er stoltur af því að hafa verð sá þjálfari sem gaf Petr, sem þá var mjög ungur, tækifæri hjá toppliði í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Mourinho og velta menn því fyrir sér hvort hann sé meira að hrósa sjálfum sér en að minnast afreka Cech. Hann óskaði Cech þó einnig til hamingju með glæsilegan feril.

Cech varð fjór­um sinn­um ensk­ur meist­ari með Chel­sea, bikar­meist­ari fjór­um sinn­um og deilda­bikar­meist­ari þris­var. Hann varð Evr­ópu­meist­ari árið 2012 og Evr­ópu­deild­ar­meist­ari árið eft­ir. Hann hef­ur í þrígang verið val­inn besti markmaður Evr­ópu. 

Petr Cech.
Petr Cech. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert