Cardiff að fá öflugan framherja

Emiliano Sala í leik með Nantes.
Emiliano Sala í leik með Nantes. AFP

Cardiff City, lið landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er að fá argentínskan sóknarmann til liðs við sig.

Sky Sports greinir frá því að framherjinn Emiliano Sala sé á leið til Cardiff frá franska liðinu Nantes fyrir 18 milljónir punda. Hann yrði þar með dýrasti leikmaður í sögu velska liðsins, sem er í baráttu um að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Sala spilar ekki með Nantes gegn Nimes í frönsku 1. deildinni í kvöld og það ýtir undir að hann sé á leið til Cardiff. Sala er markahæsti leikmaður Nantes á tímabilinu en hann hefur skorað 12 mörk í 18 deildarleikjum með liðinu.

Kolbeinn Sigþórsson er liðsfélagi Sala en Kolbeinn er úti í kuldanum hjá Nantes og vinnur að því að komast í burtu frá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert