Eden Hazard bíður átekta

Eden Hazard.
Eden Hazard. AFP

Chelsea gengur illa að semja við sinn aðalmann, Eden Hazard, um að vera áfram í herbúðum félagsins.

Samningur Belgans rennur út að loknu næsta keppnistímabili og takist forráðamönnum Chelsea ekki að semja við Hazard þá mun félagið væntanlega reyna að selja leikmanninn enda afar verðmætur um þessar mundir.

Um nokkra hríð hafa blöð á Spáni, Englandi og í Belgíu skrifað fréttir um að Real Madrid vilji næla í Hazard. Sky Sports fjallaði um málið í gær og telur að Hazard sé að bíða eftir því að Real geri Chelsea tilboð í sumar. Sky vitnar meðal annars í belgíska fjölmiðlamanninn Kristof Terreur. Segir hann ljóst vera að Hazard sé að bíða eftir því að Real láti til skarar skríða fyrst hann hefur í tvígang hafnað tilboðum frá Chelsea. Ekkert annað lið en Real muni þá koma til greina hjá Belganum.

Fram hefur komið hjá Hazard að honum og fjölskyldunni líði vel í London og því sé það ekki vandamálið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert