Sissoko frá næstu vikurnar

Moussa Sissoko þurfti að fara af velli gegn Manchester United.
Moussa Sissoko þurfti að fara af velli gegn Manchester United. AFP

Moussa Sissoko, miðjumaður Tottenham, verður frá keppni næstu tvær vikurnar vegna nárameiðsla sem hann varð fyrir í 1:0-tapinu fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta síðasta sunnudag. 

Í fyrstu var óttast að meiðslin væru alvarlegri og Sissoko yrði frá í mánuð. Hann ætti hins vegar að vera klár í slaginn fyrir fyrri leik Tottenham og Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. 

Tottenham er í vandræðum á miðsvæðinu þar sem Eric Dier og Victor Wanyama eru einnig að glíma við meiðsli. Tottenham er einnig án Harry Kane, sem er að glíma við kálfameiðsli og verður frá í um einn mánuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert