Sala orðinn liðsfélagi Arons Einars

Emiliano Sala er orðinn leikmaður Cardiff.
Emiliano Sala er orðinn leikmaður Cardiff. Ljósmynd@Cardiffcity

Argentínski knattspyrnumaðurinn Emiliano Sala gekk í dag í raðir Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni frá Nantes í Frakklandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp, en ljóst er að hann er dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. 

Hinn 28 ára gamli Sala er búinn að skora 13 deildarmörk á leiktíðinni og er hann þriðji markahæsti leikmaður frönsku A-deildarinnar á eftir Kylian Mbappé og Nicolas Pepe. Gary Medel var áður dýrasti leikmaðurinn í sögu Cardiff, en félagið borgaði 11 milljónir punda fyrir Sílemanninn. 

Sala er annar sóknarmaðurinn sem Cardiff fær til sín í janúar. Félagið fékk Oumar Niasse að láni frá Everton í vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert