Æfingu Cardiff aflýst

Beðið er fregna við leikvang Cardiff.
Beðið er fregna við leikvang Cardiff. AFP

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Cardiff, sem Aron Einar Gunnarsson er á mála hjá, hafa gefið frá sér aðra yfirlýsingu vegna frétta þess efnis að flugvél sem innihélt nýjasta leikmann liðsins hafi horfið af ratsjám.

Eins og mbl.is hefur fjallað um í morgun var Emaliano Sala, sem Cardiff keypti af Nantes í Frakklandi á laugardag, í lítilli vél sem leitað hefur verið að í Ermarsundi í allan dag. Var hann í vélinni ásamt flugmanni og eru báðir taldir af.

Til­kynnt var um kaup Car­diff á Sala á laug­ar­dag, en hann varð þá dýr­asti leikmaður í sögu fé­lags­ins. Hann átti að mæta á sína fyrstu æf­ingu í morg­un.

„Við fengum áfall að heyra það að flugvélin hefði horfið af ratsjám. Við áttum von á Emiliano til Cardiff í gærkvöldi og hann átti að hitta liðsfélaga sína formlega í dag. Við ákváðum strax í morgun að aflýsa æfingu liðsins enda er hugur allra leikmanna og starfsmanna Cardiff hjá Emiliano og flugmanninum,“ segir í tilkynningu félagsins.

„Allir hjá Cardiff vilja þakka fótboltasamfélaginu fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum. Við höldum áfram að biðja fyrir jákvæðum fréttum,“ segir í tilkynningu, en félagið mun tjá sig frekar eftir því sem fréttir berast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert