Pogba tilbúinn í viðræður

Ole Gunnar Solskjær og Paul Pogba eiga í góðu sambandi.
Ole Gunnar Solskjær og Paul Pogba eiga í góðu sambandi. AFP

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er sagður tilbúinn að hefja viðræður við félagið um nýjan samning.

Pogba átti erfitt uppdráttar snemma á tímabilinu eftir að hafa lent upp á kant við José Mourinho, þáverandi knattspyrnustjóra United. Honum var vikið úr stöðu varafyrirliða eftir rifrildi þeirra á milli á æfingasvæðinu, en er nú að ganga í endurnýjun lífdaga undir stjórn Ole Gunnars Solskjær.

Í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Solskjær skoraði Pogba fjögur mörk og lagði upp önnur fjögur og er nú sagður tilbúinn til þess að ræða frekari skuldbindingu við félagið. Hann kom aftur til United sumarið 2016 og skrifaði þá undir fimm ára samning við félagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert