Þrír dottnir út - Ward-Prowse í landsliðið

James Ward-Prowse fagnar marki fyrir Southampton.
James Ward-Prowse fagnar marki fyrir Southampton. AFP

James Ward-Prowse, miðjumaður Southampton, hefur verið kallaður inn í enska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leiki gegn Tékklandi og Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 en þrír leikmenn hafa helst úr lestinni.

Miðjumennirnir Fabian Delph frá Manchester City og Ruben Loftus-Cheek frá Chelsea hafa dregið sig út úr hópnum vegna meiðsla, sem og John Stones miðvörður Manchester City.

Ward-Prowse er 24 ára gamall og hefur leikið einn A-landsleik, fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert