Giroud orðinn pirraður hjá Chelsea

Olivier Giroud vill spila meira.
Olivier Giroud vill spila meira. AFP

Olivier Giroud viðurkennir að hann er orðinn pirraður á spiltíma sínum hjá Chelsea á leiktíðinni. Franski framherjinn verður samningslaus eftir tímabilið og gæti hann snúið aftur heim til Frakklands í leit að stærra hlutverki. 

Giroud hefur aðeins sex sinnum verið í byrjunarliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og er hann á eftir Gonzalo Higuaín í goggunarröðinni hjá Maurizio Sarri, knattspyrnustjóra Chelsea. 

„Auðvitað er þetta pirrandi,“ sagði Giroud í samtali við frönsku útvarpsstöðina RTL. „Ég á enga möguleika á að berjast um sætið mitt. Ég veit ég mun bara spila í Evrópudeildinni, en ég mun gera mitt besta.“

„Þetta verður spennandi sumar. Ég er ekki hræddur um að spila í annarri deild og fá þá að spila meira. Ég gæti endað ferilinn í Frakklandi," sagði hann enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert