Rashford með óraunhæfar kröfur

Núverandi samningur Marcus Rashford rennur út sumarið 2020.
Núverandi samningur Marcus Rashford rennur út sumarið 2020. AFP

Marcus Rashford, framherji enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er nú í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þessi 21 árs gamli leikmaður þénar í dag 80.000 pund á viku en núverandi samningur hans gildir til ársins 2020.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að samningaviðræður United og Rashford gangi illa en leikmaður vill fá 200.000 pund á viku ef hann á að framlengja. Það eru launakröfur sem United er ekki tilbúið að gangast við enda leikmaðurinn ennþá ungur að árum.

Rashford byrjaði frábærlega undir stjórn Ole Gunnar Solskjær en frammistaða hans í undanförnum leikjum hefur valdið vonbrigðum. Rashford hefur skorað 10 mörk í 28 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert