Liverpool aftur í toppsætið

Michael Morrison brýtur á Mo Salah innan teigs.
Michael Morrison brýtur á Mo Salah innan teigs. AFP

Liverpool er komið aftur í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Aroni Einari Gunnarssyni og félögum Í Cardiff. Staðan í hálfleik var markalaus, en Liverpool skoraði tvö mörk í seinni hálfleik. 

Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með glæsilegu skoti á 57. mínútu og James Milner gulltryggði sigur Liverpool með marki úr víti á 81. mínútu eftir að brotið var á Mo Salah innan teigs. 

Liverpool er nú með 88 stig á toppi deildarinnar. Manchester City kemur þar á eftir með 88 stig og einn leik til góða. Cardiff er í 18. sæti deildarinnar með 31 stig og í mikilli fallhættu. 

Crystal Palace vann glæsilegan útisigur á Arsenal, 3:2. Christian Benteke skoraði eina mark fyrri hálfleiks en Mesut Özil jafnaði byrjun seinni hálfleiks. 

Wilfried Zaha kom Palace aftur yfir á 61. mínútu og átta mínútum síðar skoraði James McArthur þriðja mark Palace. Pierre-Emerick Aubameyang minnkaði muninn á 77. mínútu en nær komst Arsenal ekki. 

Þrátt fyrir tapið er Arsenal í fjórða sæti með 66 stig, en Crystal Palace er í 12. sæti með 42 stig. 

Cardiff 0:2 Liverpool opna loka
90. mín. Mohamed Salah (Liverpool) á skot framhjá Í góðu færi innan teigs en Etheridge ver mjög vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert