Illgresi í United sem þarf að uppræta

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, biður hér stuðningsmenn sína …
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, biður hér stuðningsmenn sína afsökunar eftir stórtapið í dag. AFP

Manchester United var tekið í karphúsið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er liðið steinlá á Goodison Park, 4:0, gegn Everton. Gylfi Þór Sigurðsson átti stórleik, skoraði eitt og lagði upp annað en leikmenn United áttu afleitan dag og lá Gary Neville ekki á skoðun sinni í leikslok.

Neville, sem átti glæstan feril með United um árabil, starfar nú sem sparkspekingur á Sky Sports og var hann hneykslaður eftir að hafa horft á sitt gamla félag niðurlægt. „Ég er brjálaður,“ sagði hann í útsendingu Sky eftir leik, „að hann [Solskjær] hafi þurft að ganga til stuðningsmanna eftir leik og biðja þá afsökunar er félaginu til skammar!“

„Það er slæmt illgresi búið að breiðast út um garðinn, að ráðast á allt húsið og það þarf að uppræta það. Ég ber 100% traust til Ole Gunnar Solskjær en félagið þarf að styðja við bakið á honum. Þessi frammistaða var skelfing.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert