Vonandi var ég ekki svona slæmur

David Moyes átti erfitt hjá Manchester United.
David Moyes átti erfitt hjá Manchester United. ANDREW YATES

David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, var allt annað en hrifinn af frammistöðu liðsins í 0:4-tapinu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. 

Moyes tók við sem stjóri United af Sir Alex Ferguson árið 2013, en entist aðeins tíu mánuði í starfi og var ekki vinsæll hjá mörgun stuðningsmönnum United.

Moyes fór yfir leikinn gegn Everton hjá sjónvarpstöðinni PLTV í dag, en hann stýrði Everton áður en hann skipti yfir til United. 

„Það er langt síðan ég sá svona slæma frammistöðu hjá United. Einhverjir hugsa kannski til þegar ég var með liðið, en vonandi var ég ekki svona slæmur. Þetta lítur meira út eins og United gerði áður en Solskjær kom inn," sagði Moyes á PLTV. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert