Tekur Mourinho við Tottenham?

José Mourinho gæti orðið næsti stjóri Tottenham.
José Mourinho gæti orðið næsti stjóri Tottenham. AFP

José Mourinho kemur sterklega til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham, en Mauricio Pochettino fékk reisupassann frá enska félaginu fyrr í kvöld. Sky greinir frá. 

Mourinho hefur verið án félags síðan hann var rekinn frá Manchester United í desember á síðasta ári. Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, hefur einnig verið orðaður við starfið en Sky segir ólíklegt að Þjóðverjinn taki við, þar sem Leipzig vill alls ekki missa hann. 

Bayern München og Manchester United eru einnig sögð áhugasöm um að fá Nagelsmann til liðs við sig, en hann verður áfram hjá Leipzig um sinn. Leipzig er í öðru sæti í þýsku 1. deildinni og í toppsæti síns riðils í Meistaradeildinni. 

„Það kemur kannski ekki mikið á óvart að okkur hafi verið sagt að Mourinho komi sterklega til greina, en það væri magnað ef hann tæki við Tottenham,“ sagði Bryan Swanson, íþróttafréttamaður hjá Sky. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert