Fyrrverandi leikmaður United til Tottenham?

Marouane Fellaini hefur spilað mjög vel í Kína.
Marouane Fellaini hefur spilað mjög vel í Kína. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, ætlar að reyna að fá Marouane Fellaini, fyrrverandi leikmann Manchester United, til Tottenham þegar janúarglugginn verður opnaður en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

Fellaini er orðinn 32 ára gamall en hann gekk til liðs við kínverska úrvalsdeildarfélagið Shandong Luneng frá Manchester United í janúar á þessu ári. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning í Kína en hann hefur spilað mjög vel fyrir sitt nýja félag.

Mourinho og Fellaini náðu mjög vel saman hjá United á sínum tíma en Fellaini yfirgaf félagið eftir að Mourinho var rekinn í desember 2018. Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá Tottenham í lok nóvember.

Undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra leiki í öllum keppnum og tapað aðeins einum. Þá var liðið í neðri hluta deildarinnar þegar Portúgalinn tók við en Tottenham er nú í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, einu stigi frá Evrópusæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert