Loksins, loksins hjá Arsenal (myndskeið)

Arsenal vann sinn fyrsta leik í ensku úr­vals­deild­inni síðan í októ­ber er liðið hafði bet­ur gegn West Ham á úti­velli í kvöld, 3:1. West Ham var verðskuldað með 1:0-for­ystu í hálfleik, en Arsenal var sterk­ari aðil­inn í seinni hálfleik.

Ang­elo Og­bonna kom West Ham verðskuldað yfir á 38. mín­útu og þurfti Dav­id Mart­in í marki liðsins lítið að gera. Arsenal skapaði varla neitt og hefði West Ham getað skorað fleiri mörk.

West Ham byrjaði bet­ur í seinni hálfleik en jöfn­un­ar­mark Gabriel Mart­inelli á 60. mín­útu breytti gangi leiks­ins tölu­vert. Bras­il­íumaður­inn, sem er aðeins 18 ára, kláraði þá glæsi­lega eft­ir und­ir­bún­ing hjá Sead Kolas­inac.

Sex mín­út­um síðar kom Nicolas Pépé Arsenal í 2:1 með fal­legu skoti upp í vink­il­inn og á 69. mín­útu skoraði Pier­re-Emerick Auba­meyang þriðja mark Arsenal og gull­tryggði liðinu sig­ur.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert