Fjórða tap Chelsea í fimm leikjum

Jamie Vardy fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Norwich í dag.
Jamie Vardy fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Norwich í dag. AFP

Chelsea er búið að tapa fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum eftir að Bournemouth vann einvígi liðanna á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá missteig Leicester sig í toppbaráttunni er liðið varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli gegn nýliðum Norwich, 1:1.

Dan Gosling skoraði sigurmarkið á Stamford Bridge er hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Kepa í marki Chelsea á 85. mínútu til að slá þögn á heimamenn sem hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Chelsea er enn í 4. sæti með 29 stig en gengi liðsins hefur dalað töluvert eftir að hafa unnið sex leiki í röð á tímabili.

Þá mistókst Leicester að saxa á forystu Liverpool á toppi deildarinnar þegar nýliðar Norwich komu í heimsókn á King Power-leikvanginn. Finninn Teemu Pukki kom gestunum yfir á 26. mínútu áður en Tim Krul skoraði sjálfsmark en heimamönnum tókst ekki að kreista inn sigurmarki þrátt fyrir ágætar tilraunir undir lok leiks.

Nýliðar Sheffield United eru komnir upp í 5. sæti eftir að hafa unnið sannfærandi 2:0-sigur á Aston Villa í nýliðaslag dagsins. John Fleck skoraði bæði mörk leiksins, á 50. og 73. mínútu, en Jack Grealish brenndi af vítaspyrnu til að minnka muninn undir lok leiks. Sheffield United er með 25 stig í 5. sætinu, fjórum stigum á eftir Chelsea og stigi fyrir ofan Manchester United sem á leik á morgun.

Úrslitin
Burnley 1:0 Newcastle
Wood 58'

Chelsea 0:1 Bournemouth
Gosling 85'

Leicester 1:1 Norwich
Sjálfsmark 38' - Pukki 26'

Sheffield United 2:0 Aston Villa
Fleck 50', 73'

Enski boltinn í beinni opna loka
kl. 16:55 Leik lokið Chelsea tapar fjórða leiknum af síðustu fimm, Leicester gefur eftir í toppbaráttunni og nýliðar Sheffield United eru í fimmta sæti!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert