City fór illa með Arsenal

Leikmenn Manchester City fagna í dag.
Leikmenn Manchester City fagna í dag. AFP

Manchester City vann afar sannfærandi 3:0-útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kevin De Bruyne fór á kostum í liði Manchester City. 

De Bruyne skoraði fyrsta markið strax í upphafi leiks og eftir 15 mínútur var hann búinn að leggja upp mark á Raheem Sterling. De Bruyne var ekki hættur, því hann skoraði þriðja mark City á 40. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. 

City fékk nokkur færi til að bæta við mörkum í seinni hálfleik, en Bernd Leno í marki Arsenal stóð vaktina vel. 

City er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig og Arsenal í 9. sæti með 22 stig. 

Arsenal 0:3 Man. City opna loka
90. mín. Leik lokið City mikið mun sterkari aðilinn í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert