United í þrátefli um Portúgalann

Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes. AFP

Manchester United og Sporting Lissabon gengur illa að ná samkomulagi um kaupverð á knattspyrnumanninum Bruno Fernandes en enska félagið vill kaupa hann frá því portúgalska.

United var á höttunum eftir Fernandes síðasta sumar og var kaupverðið þá talið nema um 45 milljónum evra en allt kom fyrir ekki og miðjumaðurinn hélt kyrru í heimalandinu. United endurvakti áhuga sinn á leikmanninum nú í janúar og, samkvæmt Sky Sports, bauð um 60 milljónir evra í hann en Sporting hafnaði tilboðinu og segist nú vilja 80 milljónir.

Samkvæmt heimildum Sky munu forráðamenn félaganna hittast aftur eftir helgi en Fernandes er helsta skotmark Manchester-liðsins sem þarf að bæta við sig miðjumanni. Fernandes skrifað undir nýjan samning í nóvember sem gildir til 2023 og er Sporting því ekki undir neinni pressu að selja miðjumanninn sem er 25 ára og fyrirliði liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert