Lygileg dramatík hjá liðsfélögum Gylfa (myndskeið)

Dramatíkin var ótrúleg þegar Everton og Newcastle mættust á Goodison Park í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Everton virt­ist vera að sigla heim afar ör­ugg­um sigri eft­ir að hafa kom­ist í 2:0 með mörk­um frá Moise Kean og Dom­inic Cal­vert-Lew­in.

Það var komið fram á þriðju mín­útu í upp­bót­ar­tíma þegar Flori­an Lej­eu­ne minnkaði mun­inn fyr­ir Newcastle og hann náði að skora aft­ur áður en flautað var af, 2:2. Liðin eru í 12. og 13. sæti, bæði með 30 stig.

Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Everton vegna meiðsla. 

Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir neðan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert