Southampton tryggði sér annan leik við Tottenham

Danny Ings og Heung-min Son eigast við í dag.
Danny Ings og Heung-min Son eigast við í dag. AFP

Southampton og Tottenham skildu jöfn, 1:1, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta á St. Mary's í dag. Liðin þurfa því að mætast aftur á heimavelli Tottenham. 

Heung-min Son kom Tottenham yfir á 58. mínútu en Sofiane Boufal jafnaði á 87. mínútu og þar við sat. Tottenham þurfti einnig tvo leiki gegn Middlesbrough í síðustu umferð. 

Norwich vann Burnley á útivelli, 2:1, í öðrum úrvalsdeildarslag. Grant Hanley og Josip Drmic komu Norwich í 2:0 snemma í seinni hálfleik en Erik Pieters minnkaði muninn fyrir Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. 

Nokkur óvænt úrslit áttu sér stað; Newcastle og Oxford úr C-deildinni gerðu markalaust jafntefli og WBA úr B-deildinni vann 1:0-útisigur á West Ham. Þá vann C-deildarlið Portsmouth 4:2-heimasigur á Barnsley úr B-deildinni. 

Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 20 mínúturnar fyrir Millwall í 0:2-tapi á heimavelli gegn Sheffield United. 

Úrslitin úr enska bikarnum: 
Burnley - Norwich 1:2
Coventry - Birmingham 0:0
Millwall - Sheffield United 0:2
Newcastle - Oxford 0:0
Portsmouth - Barnsley 4:2
Reading - Cardiff 1:1
Southampton - Tottenham 1:1
West Ham - WBA 0:1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert