Allir vildu sjá okkur tapa

Ole Gunnar Solskjær
Ole Gunnar Solskjær AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var sáttur eftir 6:0-sigur á C-deildarliði Tranmere í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag. Hann hefur verið undir mikilli pressu undanfarið og sigurinn var því kærkominn.

„Við erum með góða leikmenn sem gefa allt í alla leiki,“ sagði Solskjær við BBC strax eftir leik. „Ég veit ekki hvað þið skrifið og segið en það var ljóst að allir vildu sjá okkur tapa. Það truflar mig ekkert, ég er ánægður en mun ekki slaka á. Það eru tveir stórir leikir í vændum.“

United mætir nágrönnum sínum í Manchester City á miðvikudaginn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins en United tapaði fyrri leiknum 3:1 á heimavelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert