Leikmaður United fær eftirsótt verðlaun

Marcus Rashford hefur slegið í gegn utan og innan vallar.
Marcus Rashford hefur slegið í gegn utan og innan vallar. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford hlaut í dag uppeldisverðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir framúrskarandi árangur innan jafnt sem utan vallar á nýliðinni leiktíð. 

Voru verðlaunin veitt í fyrsta skipti á síðasta ári og þá hlaut Trent Alexander-Arnold úr Liverpool þau. Rashford átti sitt besta tímabil til þessa með United og skoraði 22 mörk. 

Þá sló hann í gegn utan vallar þegar hann fékk stjórnvöld til að taka U-beygju og hjálpa fátækum börnum að fá að borða á skólatíma þrátt fyrir að skólastarf lægi niðri. 

„Við erum gríðarlega stolt í hvert skipti sem Marcus spilar, hvort sem það er fyrir Manchester United eða enska landsliðið. Hann hefur veitt okkur öllum mikinn innblástur,“ sagði Neil Saunders, yfirmaður þróunarmála hjá ensku úrvalsdeildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert