Bikarmeistararnir úr leik

Thomas Partey verður undir í baráttunni við Stuart Armstrong og …
Thomas Partey verður undir í baráttunni við Stuart Armstrong og James Ward-Prowse í leiknum í dag. AFP

Ensku bikarmeistarar Arsenal eru úr leik í keppninni eftir 1:0-tap gegn Southampton á útivelli í 32-liða úrslitunum í dag.

Úrvals­deild­arliðið Wol­ves varð fyrst til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum þegar það vann 1:0-sigur á sjöttudeildarliði Chorley í gærkvöldi. Ríkjandi bikarmeistarar Arsenal mættu svo Southampton í hádegisleiknum í dag og urðu að sætta sig við ósigur en eina mark leiksins kom á 24. mínútu og var sjálfsmark.

Kyle Walker-Peters átti þá fyrirgjöf frá hægri og þaðan hrökk boltinn af varnarmanninum Gabriel og í eigið net en ekki tókst Arsenal að kreista fram jöfnunarmark. Southampton mun því mæta Wolves í 16-liða úrslitunum 10. eða 11. febrúar. Rúnar Alex Rúnarsson var varamarkvörður Arsenal í dag ásamt Mat Rayn og sátu þeir allan tíman á bekknum.

Sjö leikir til viðbóta eru á dagskrá í enska bikarnum í dag, sex fara fram á morgun, einn á mánudag og svo lýkur umferðinni á viðureign Bournemouth og Crawley á þriðjudaginn. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall mæta Bristol í dag. Tveir aðrir Íslendingar verða svo á ferðinni á morgun.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Sheffield Wednesday og Burnley, lið Jóhannes Bergs Guðmundssonar, heimsækir Fulham. Þá fer fram stórleikur Manchester United og Liverpool á morgun einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert