Tíu félög sem hafa efni á Haaland

Erling Braut Haaland er gríðarlega eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu.
Erling Braut Haaland er gríðarlega eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu. AFP

Norski knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland er afar eftirsóttur þessa dagana en hann er samningsbundinn Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Haaland, sem er tvítugur að árum, er samningsbundinn Dortmund til sumarsins 2024 en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa þýska félagið fyrir 67 milljónir punda næsta sumar.

Þrátt fyrir ugan aldur hefur Haaland raðað inn mörkunum á þessari leiktíð en hann hefur skorað 17 mörk í sautján leikjum í þýsku 1. deildinni á tímabilinu. 

Alls hefur hann skorað 36 mörk í öllum keppnum á tímabilinu með Dortmund og norska landsliðinu.

„Aðeins tíu félag hafa efni á Haaland eins og staðan er í dag,“ sagði Mino Raiola, umboðsmaður kappans, í samtali við BBC.

„Fjögur af þessum tíu félögum eru á Englandi en ég held að það myndi ekkert félag slá hendinni á móti því að fá leikmann eins og hann til sín.

Að hafna honum væri svipað og ef eitthvað lið í Formúlu-1 myndi hafna því að fá heimsmeistarann Lewis Hamilton til liðs við sig,“ bætti Raiola við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert