Fyrsti byrjunarliðsleikurinn í fjóra mánuði

Serigo Agüero byrjar sinn fyrsta leik í marga mánuði.
Serigo Agüero byrjar sinn fyrsta leik í marga mánuði. AFP

Arg­entínski fram­herj­inn Sergio Agüero er í byrjunarliði Manchester City sem tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Argentínumannsins í deildinni í fjóra mánuði.

Tíma­bilið hef­ur að stór­um hluta farið í vaskinn hjá þess­um mikla marka­skor­ara vegna meiðsla og svo kórónuveirunn­ar en Agüero hef­ur aðeins náð að spila fimm leiki í úr­vals­deild­inni í vet­ur, án þess að skora mark. Síðast var hann í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn West Ham, 24. október, og þurfti hann þá að fara af velli í hálfleik vegna meiðsla.

Agüero, sem er 32 ára gam­all og hef­ur nú leikið með City í hálft tí­unda ár, hef­ur skorað 180 mörk í 268 leikj­um fyr­ir fé­lagið í úr­vals­deild­inni og sam­tals 256 mörk í 379 móts­leikj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert