Margrét um Liverpool: Mesta lygasaga sem hefur verið skrifuð

Englandsmeistarar Liverpool hafa tapað sex leikjum í röð á heimavelli sínum Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap gegn Fulham í dag, 0:1.

Í leikjunum sex hefur Liverpool ekki skorað mark, þrátt fyrir ótalmörg skot. Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport og ræddu þau um Liverpool-liðið.

Margrét Lára segir það efni í mestu lygasögu sem hefur verið skrifuð hve illa Liverpool gengur á heimavelli.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert