Leeds jafnaði undir lokin gegn Liverpool

Diego Llorente skorar jöfnunarmarkið.
Diego Llorente skorar jöfnunarmarkið. AFP

Leeds og Liverpool skildu jöfn, 1:1, á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Liverpool var verðskuldað yfir í hálfleik en Leeds var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og skoraði verðskuldað jöfnunarmark fjórum mínútum fyrir leikslok.

Liverpool spilaði með mikilli ákefð í fyrri hálfleik sem heimamenn réðu illa við. Hvað eftir annað unnu Liverpool-menn boltann á góðum stöðum og var það verðskuldað þegar Sadio Mané skoraði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu eftir góðan undirbúning frá Trent Alexander-Arnold og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.

Allt annað var að sjá til heimamanna í Leeds eftir hlé og eftir hvert færið á fætur öðru skoraði spænski varnarmaðurinn Diego Llorente með föstum skalla eftir horn frá Jack Harrison á 87. mínútu og þar við sat.

Áður en Llorente skoraði skaut Patrick Bamford í slánna og Tyler Roberts fór illa með dauðafæri. Mo Salah komst næst því að skora fyrir Liverpool í seinni hálfleik en hann rúllaði boltanum framhjá úr góðu færi undir lokin. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki.

Liverpool er í sjötta sæti deildarinnar með 53 stig og Leeds í tíunda sæti með 46 stig.

Leeds 1:1 Liverpool opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert