Leedsarar sendu Liverpool skilaboð

Leedsarar hita upp í kvöld.
Leedsarar hita upp í kvöld. AFP

Leikmenn Leeds United hituðu ekki upp í hefðbundnum upphitunargöllum fyrir leikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 

Leikmennirnir hituðu upp í bolum með áletruninni „Football is for the fans“ á bakinu eða Knattspyrnan er fyrir stuðningsmennina. Framan á bolunum stendur „Champions League. You have to earn it“ eða Meistaradeild Evrópu. Þú þarf að vinna þér inn keppnisrétt.

Bolunum var einnig dreift um búningsherbergi Liverpool áður en gestirnir mættu á Elland Road. 

Ekki er hægt að skilja skilaboðin öðruvísi en sneið til Liverpool og annarra knattspyrnufélaga sem tilkynntu í gær að þau ætli að stofna nýja félagsliðadeild í Evrópu. Stofnfélögin tólf verða örugg um keppnisrétt í keppninni ef fyrirætlanirnar verða að veruleika. 

Í lok meðfylgjandi viðtals var Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, spurður út í uppátækið og var ekki hrifinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert