Brighton og West Ham skildu jöfn

Danny Welbeck kemur Brighton yfir í kvöld.
Danny Welbeck kemur Brighton yfir í kvöld. AFP

Brighton & Hove Albion tók á móti West Ham United í hörkuleik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 1:1 jafntefli og komu bæði mörkin seint í leiknum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Danny Welbeck heimamönnum í Brighton yfir á 84. mínútu. Þá fékk hann stungusendingu frá Percy Tau og vippaði boltanum svo laglega yfir Lukasz Fabianski í marki West Ham, 1:0

Aðeins þremur mínútum síðar jöfnuðu Hamrarnir metin. Þá átti Vladimír Coufal fyrirgjöf frá hægri, Brighton-menn hreinsuðu frá en ekki langt. Said Benrahma náði boltanum og skoraði með laglegu skoti rétt fyrir utan teig, 1:1.

Eftir jafnteflið er Brighton áfram í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er búið að bjarga sér frá falli.

Meistaradeildardraumar West Ham fara þá hverfandi og er liðið áfram í 6. sæti, fimmt stigum á eftir Chelsea í 4. sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert