PSG í viðræðum við Pogba

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Forráðamenn franska stórliðsins PSG eru byrjaðir að ræða við Paul Pogba og umboðsmann hans til þess að athuga hvort grundvöllur sé fyrir félagsskiptum.

Pogba mun að öllum líkindum ekki skrifa undir nýjan samning við Manchester United nú þegar hann á aðeins eitt ár eftir. PSG hefur verið að fylgjast með leikmanninum og vill gjarnan fá hann til sín en forráðamenn félagsins hafa þó ekki sett sig í samband við kollega sína í Manchester.

Það er The Athletic sem segir frá þessu en þar kemur jafnframt fram að franska liðið sé tilbúið að bíða í eitt ár og semja við leikmanninn frítt, ef til þess kemur. Pogba má skrifa und­ir hjá fé­lagi utan Eng­lands í janú­ar og fara frítt eft­ir leiktíðina. Sky Sports hefur grein­t frá því að United sé byrjað að leita að arf­taka Pogba og hafa Edu­ar­do Cama­vinga hjá Rann­es og Leon Gor­etzka hjá Bayern München verið nefnd­ir til sög­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert